SKILMÁLAR

AFHENDING PANTANA

Þegar þú verslar í vefverslun HBB Imports ehf getur þú valið á milli þess að sækja pöntunina í samráði við verslunina eða fá hana senda með ábyrgðarpósti hjá Íslandspósti. Afhending skotvopna fer aðeins fram ef leyfi frá Lögreglu hefur verið gefið út.

Afhendingartími aukahluta er næsti virki dagur frá pöntunardagssetningu en afhending skotvopna fer eftir útgefnu leyfi.

Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði vörunnar en sending verður merkt: "Viðtakandi greiðir sendinguna".

SKILAFRESTUR

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.

Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort og kaupin áttu sér stað upphaflega. 

 

Skilaréttur gildir ekki um útsöluvörur þar sem þeim fæst hvorki skipt né skilað.

VERÐ

Vinsamlegast athugið að verð sem eru uppgefin í vefverslun geta breyst án fyrirvara.

SKATTAR OG GJÖLD

Öll verð í vefversluninni eru birt með virðisaukaskatti og allir reikningar sem gefnir eru út eru með virðisaukaskatti.

GREIÐSLUMÖGULEIKAR

HBB Imports ehf býður upp á að greiða með greiðslukorti eða með millifærslu. Ef óskað er að greiða með millifærslu eru bankaupplýsingar á sölureikningi. 

Kortaupplýsingar eru geymdar á öruggum stað á meðan á greiðsluferlinu stendur. Fyrir frekari upplýsingar um viðskiptaskilmála Borgunar, bendum við á heimasíðu Borgunar: http://www.borgun.is

Borgun er með PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) löggildingu sem er ætluð að takmarka öll korta fjársvik.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefjast þegar móttaka vöru á sér stað.

​​

UPPLÝSINGAR UM SELJANDA

HBB Imports ehf
kt: 690818 0190
Álfaheiði 4
200 Kópavogur 
s: 661 8906
info@hbb.is
VSK-númer: 132570

​​

PERSÓNUVERND

HBB Imports ehf leggur mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins. Persónuverndarstefna okkar nær til persónuupplýsinga er varða einstaklinga sem eru í viðskiptum við fyrirtækið, viðskiptavini sem hafa samband við fyrirtækið, tengiliði birgja fyrirtækisins sem og aðra tengiliði (hér eftir sameiginlega vísað til „þín“).

Persónuverndarstefnu okkar er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum fyrirtækið safnar, með hvaða hætti fyrirtækið nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Persónuverndarstefna fyrirtækisins er byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Persónuupplýsingar í skilningi stefnunnar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um þig.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem HBB Imports ehf vinnur um einstaklinga í viðskiptum við fyrirtækið:

·       samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, símanúmer og netfang;
·       kennitala;
·       upplýsingar úr samskiptum;
·       reikningsupplýsingar;

ÁBYRGÐARSKILMÁLAR

Ef vara telst gölluð munum við gera við hana, skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini okkar.  Ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu hnjaski sem verður við notkun og/eða sökum aldurs vörunnar.

HBB Imports ehf ber ekki ábyrgð á ástandi þeirra notaðra skotvopna sem verslunin hefur til sölu.

Heading 5